Folöld 2017

 

Þá eru öll folöldin fædd hjá okkur að þessu sinni. Við fengum tvo hesta og tvær hryssur. Fyrst kom móbrún hryssa undan Golu og Hróðri frá Refsstöðum og stuttu seinna kom móbrúnn hestur undan Lúsíu og Hróðri líka. Svo fæddist móbrúnn hestur undan Flautu-Þokkadóttur frá Kýrholti, og Hring frá Gunnarsstöðum, og að lokum, núna fyrir stuttu, kom lítil hryssa, rauðtvístjörnótt, undan Hörpu og Hraunari frá Hrosshaga.

 

Á næsta ári eigum við von á folöldum undan Skaganum frá Skipaskaga, Hrannari frá Flugumýri, Trymbli frá Stóra-Ási, Þráni frá Flagbjarnarholti og vonandi Kalsa frá Þúfum.

 

NN frá Nautabúi M: Lúsía frá Nautabúi F: Hróður frá Refsstöðum

 Sögn frá Nautabúi M: Gola frá Nautabúi F: Hróður frá Refsstöðum


Kvika frá Nautabúi M: Harpa frá Nautabúi F: Hraunar frá Hrosshaga

Höður frá Nautabúi M: Flauta frá Borgum F: Hringur frá Gunnarsstöðum

 

nautabu