Hesthúsframkvæmdir

Haustið 2015 létum við til skarar skríða og hófum framkvæmdir í hesthúsinu. Tíminn var takmarkaður, aðeins fjórar mánuðir þangað til hestarnir áttu að koma inn. Sviti, blóð og tár leiddu til afar fallegrar útkomu að okkar mati. Fjórtán einshestastíur, kaffistofa, klósett, hnakkageymsla og hlaða eru nú í fullri notkun á Nautabúi. Þrjú ný gerði úr timbri litu dagsins ljós. Möl var lögð á bílaplanið og á hlaðinu og fjölda hólfa voru girt. Frágangurinn (aðallega að utan) mun sennilega taka næstu árin, en hestar og menn hafa það gott.

 

nautabu