“Islandsmeistari” í V1 með einkunnina 8.27

 

Nú er Íslandsmótið búið og ég horfi stolt og glöð tilbaka. Eftir forkeppni vorum við í sjöunda sæti, önnur inní B-úrslit með einkunnina 7.33. Straks að því loknu fékk ég mikið pepp frá mörgum áhorfendur um að við gætum alveg sigrað þessi B-úrslit, sem og við gerðum með einkunnina 7.83! Korgur var léttur og skemmtilegur í B-úrslitunum, eftir að hafa verið aðeins þungur og erfiður í tölt-forkeppninni fyrr um morgunin (7.07). Þetta var allt á réttri leið, og ég fór alveg spennulaus og án sérstakra væntinga inn í A-úrslit daginn eftir. Í blíðskaparveðrinu létum við vaða, og þegar leið á byrjaði ég að fatta að við vorum í baráttunni um topp sæti. Þegar í ljós kom að við höfðum unnið var tilfinningin næstum því yfirþyrmandi! Ég trúði ekki að þetta væri að gerast! Að keppa við bestu hesta og knapa Íslands og vinna svo með yfirburða einkunnina 8.27! Eins og þetta væri ekki nóg fékk ég svo FT fjöðrina, sem ég er einstaklega stolt af og hefur verið eftirsótt hjá mér um langan tíma.

 

Ég vill þakka öll falleg orð í okkar garð, og þakka stuðninginn! Þetta var meiriháttar upplifun og verður seint toppað.

 

FT Fjöður Ljósmynd HHG

 

 

nautabu