Korgur 2016

Í vetur kom hann seint inn en var svo ótrúlega sprækur að við skelltum okkur í keppni þann 17. Febrúar. Svo fór að við áttum mjög gott kvöld og sigruðum fyrstu keppni ársins, fjórgang KS deildarinnar með 8.02 í einkunn. Næsta keppni var Gæðingafimi. Fyrir fjórum árum sigruðum við Korgur þessa grein í Meistaradeildinni fyrir sunnan, Korgur þá á 6 vetri. Svo okkur fannst vera þó nokkuð í húfi. Við unnum með ótrúlega einkunn 8.25, sem var náttúrulega bara gaman!

Í apríl mættum við á Meistari Meistaranna í Sprettshöllinni, þar sem sigurvegarar vetrarmótanna öttu kappi. Ég reið Korgi á uppbyggilegan hátt, passaði að ríða á réttum hraða, í réttum höfuðburði, takti osfrv. Ég uppskar ekki það sem ég vildi, en endaði samt í þriðja sæti. Ég var ánægð með að heyra suma tala um að allt liti út fyrir að vera svo auðvelt og létt fyrir Korg. Kvöldið eftir fór ég á Fákssýninguna sem leynigestur og létum við Korgur vaða þar og uppskárum mikið klapp og hrós.

Við mættum á tvö útimót sumarið 2016. Annarsvegar World-Ranking mót á Hólum, og unnum V1 með einkunnina 7.87 og hinsvegar Íslandsmótið, þar sem við enduðum í 5-6 sæti í afar harða keppni, einnig með einkunnina 7.87

Þetta var klárlega mjög lærdómsríkt ár og ætlum við reyna að gera enn betur árið 2017.

Gaman er að segja frá því að Korgur fékk nokkrar verulega góðar hryssur til sín í sumar, svo sem Landsmótssigurvegarinn Stefna frá Torfunesi, stórstjörnunar Vaka frá Narfastöðum og Lukka frá Þúfum, Gæðingamóðirin Elding frá Torfunesi, Íslandsmeistari í barnaflokki Saga frá Skriðu, o .fl. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan.

Korgur frá Ingólfshvoli

 

nautabu