Meira framkvæmdir

Í góðu veðrinu í febrúar ákváðum við að slá til og hefja framkvæmdir við reiðvegi á Nautabúi. Stuttu eftir að framkvæmdirnar hófust byrjaði að snjóa og varð því næstum tveggja mánaða stopp. En fyrir stuttu síðan gátum við hafið leikinn á ný og nú styttist vonandi í fyrsta reiðtúr!

Tvær beinar brautir hafa litið dagsins ljós, sem eru um 150 metrar að lengd, hugsaðar til að æfa fyrir kynbótasýningar og að leggja á skeið. Einnig skemmtilegir vegir og rekstrahringur inní “Nautabússkógi” og meðfram túninu. Þetta verður góð tilbreyting fyrir menn og hesta frá afleggjaranum sem hallar alla leið og er þess vegna svolítið erfiður og þreytandi fyrir yngri hrossin heim.

Önnur verkefni sem við erum búin að vera að vinna í er að laga til garðinum í kringum sólstofuna. Við færðum í hann nokkur tré úr skógræktinni. Næsta mál á dagskrá er að smíða skjólvegg og helluleggja að hluta til. Þá verður hægt að fá sér sólbrúnku þegar tími gefst til að hvíla sig, eða drekka kaffi úti í sólinni.

nautabu