Nautabú

Á Nautabúi í Hjaltadal búa Höskuldur Jensson, Artemisia Bertus og sonur þeirra Héðinn Fannar. Á Nautabúi eru stundaðar tamningar, þjálfun og hrossarækt ásamt reiðkennslu og dýralækningum. Nautabú liggur á fallegum stað í Hjaltadal í Skagafirði 6 km frá hinum sögufræga stað Hólum í Hjaltadal sem í dag er æðsta stofnun mennta í reiðkennslu og reiðmennsku á íslenskum hestum. Hesthúsið á Nautabúi var nýuppgert árið 2015 og rúmar nú 14 einshesta stíur. Lok árs 2018 var byggð reiðhöll.

nautabu