Nautabú

Á Nautabúi í Hjaltadal búa Höskuldur Jensson, Artemisia Bertus og sonur þeirra Héðinn Fannar. Á Nautabúi eru stundaðar tamningar, þjálfun og hrossarækt ásamt reiðkennslu og dýralækningum. Nautabú liggur á fallegum stað í Hjaltadal í Skagafirði 6 km frá hinum sögufræga stað Hólum í Hjaltadal sem í dag er æðsta stofnun mennta í reiðkennslu og reiðmennsku á íslenskum hestum. Hesthúsið á Nautabúi var nýuppgert árið 2015 og rúmar nú 14 einshesta stíur.

Artemisia Bertus

Artemisia er fædd og uppalin í Maastricht í Hollandi. Hún er úr listamannfjölskyldu, þriðja í röðinni af fjórum systkynum, en sú eina sem er í hestunum. Árið 2000 kom hún fyrst til Íslands, og settist hér að árið 2002. Hún útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólum árið 2005, og hefur unnið þar síðan sem reiðkennari, ásamt því að hafa unnið á fjölda stórra hrossaræktarbúa og tamningastöðva víða á landinu. Í dag rekur hún tamningastöð á Nautabúi.

Höskuldur Jensson

Höskuldur er fæddur og uppalin á Hellubæ í Borgarfirði, fjórði í röð fimm systkyna. Hann ólst upp við hestamennsku frá blautu barnsbeini enda hestamennska ríkur þáttur í lífi hans fjölskyldu. Höskuldur hóf nám við dýrlæknaháskólann í Oslo í Noregi árið 1988 og útskrifaðist þaðan 1994. Hefur unnið sem sjálfsætt starfandi dýralæknir á Íslandi frá árinu 1994. Sérstakt áhugasvið Höskuldar í starfi eru hestar en þó sérstaklega frjósemi hesta. Hann hefur sótt námskeið og sérhæft sig í sæðingum og fósturvísaflutningum og unnið við það frá árinu 1999. Hann hefur einnig séð um kennslu í líffærafræði, þjálfunarlífeðlisfræði og heilsufræði á Hólum, frá árinu 2000.

 

nautabu