
Kvika frá Nautabúi *2017
F. Hraunar frá Hrosshaga (8.24 klárhestur 4 vetra)
M. Harpa frá Nautabúi (7.83 klárhryssa - 8.15 án skeiðs)
Kvika er fylfull við Viðari frá Skör (9.04), hæstdæmdi íslenski hesturinn í heimi!
Kvika er næm hryssa, eðlistöltari og létt í skrefi með miklar hreyfingar. Hún er 6 vetra, undan Hraunari frá Hrosshaga og Hörpu frá Nautabúi. Hraunar fór í frábæran dóm 4 vetra og stóð sig afar vel í tölti/fjórgangi í Danmörku. Afkvæmi hans virðast vera afar hæfileikarík, 3 af 5 dæmdum eru með 9 fyrir tölt. Hraunar féll frá fyrir skömmu síðan.
Við hlökkum til að svara spurningum ykkar varðandi Kviku. Fleiri upplýsingar fást í gegnum einkaskilaboð á facebook eða í tölvupósti á netfangið: nautabuihjaltadal@gmail.com
Verðflokkur: D
Myndir/Myndbönd